Flotið vakandi að feigðarósi

Meðal þess sem stríðið í Úkraínu hefur leitt af sér er að varpa enn betra ljósi en áður á það hversu illa að vígi Evrópusambandið stendur í öryggis- og varnarmálum. Ekki sízt þegar kemur að efnahagsöryggi. Viðbúið er að stríðið leiði til þess að Evrópuríki verði enn háðari Bandaríkjunum en áður í þeim efnum, í það minnsta um fyrirsjáanlega framtíð. Þá er ljóst að án stuðnings Bandaríkjamanna væri Úkraína fallin.